top of page
Tattoo Equipment
  • Má ég fara í sólbað eða nota ljósabekk með nýja húðflúrið mitt?
    Nei við mælum með að fólk forðist það í 1-2 vikur eftir að húðflúrið er sett á. Ef skal vera úti í sól þá mælum við með að nota sólarvörn sem er að minnst 30 SPF eða sterkari.
  • Má ég kroppa eða klóra í nýja húðflúrið mitt?
    NEI! Alls ekki kroppa eða klóra!!
  • Það er komið hrúður á húðflúrið hjá mér. Hvað geri ég þá?
    Best er að bera þunnt lag af kremi á tattooið þegar hrúður hefur myndast. Gæti tekið 2-3 daga. Kremið er borið á eftir þörfum til að viðhalda raka í húðinni eða sirka 3-5 sinnum á dag.
  • Mig klæjar í flúrið. Hvað get ég gert?
    Þegar sár gróa þá myndast hrúður. Og húðflúr er opið sár fyrst svo þegar það fer að gróa þá myndast á því hrúður. Að klóra í hrúðrið getur valdið þvi að húðflúrið skemmist og jafnvel valdið sýkingu. Kremin hjálpa til við að slá á kláðann og einnig er hægt að leggja kaldan bakstur eða kælipoka yfir svæðið til að róa það.
  • Ég var að taka plastið/gervihúðina af mér og það er vökvi á húðflúrinu og roði. Er þetta eðlilegt?
    Já þetta er fullkomlega eðlilegt. Þó það kannski líti út fyrir að blekið hafi lekið úr húðinni þá er svo ekki. Þetta er fullkomlega eðlilegur partur af ferlinu. Einnig getur verið smá roði enn í flúrinu og í kring sem er alveg eðlilegt. Engar áhyggjur! Þetta getur varað alveg upp í viku og fer eftir stærð og gerð flúrsins. Lítil flúr t.d. Lítið tákn eða texti mynda mun minni vökva og roða heldur en stór flúr. Stór flúr, viðkvæm svæði og flúr með miklum litum í gefa frá sér meiri vökva og eru lengur að gróa. Ef þetta stig á ferlinu varir lengur en í viku þá skal hafa í huga að hafa samband við okkur eða lækni og láta athuga möguleikann á sýkingu.
  • Er hægt að koma í walk in tattoo?
    Já við tökum alltaf við walk in. (Ath. tímabókanir ganga fyrir)
  • Hvaða upplýsingar þarf ég að gefa við tímabókun í húðflúr?
    Upplýsingar sem við þurfum við bókun: 1. Staðsetning á líkama (sirka). 2. Í hvaða stíl þú vilt flúrið (ef þú veist það). 3. Hvort þú vilt hafa það - black n’ grey eða í litum. 4. Gróflega áætluð stærð á flúri (í cm). 5. Stutta lýsingu á flúrhugmynd.
  • Má ég fara í sund með nýtt húðflúr?
    Nei forðist að gegnbleyta nýja flúrið þar til hrúðrið er farið. Þar með talið eru böð, sund og einnig gufubað.
  • Hvernig undirbý ég mig fyrir húðflúrs tímann minn?
    Við mælum með að : 1. Fólk sofi minnst 8 tíma nóttina fyrir tímann. 2. Sleppa öllu áfengi 1-2 daga fyrir húðflúr. 3. Sleppa ljósabekkjanotkun eða sólbaði ca. viku fyrir tíma. 4. Borði vel áður. 5. Gott er að lágmarka koffínneyslu samdægurs.
  • Hvað þarf ég að taka með mér í tímann minn?
    Gott er að taka með sér eitthvað til að lesa eða horfa á með heaphones. Húðflúrun getur verið erfið og oft þarf flúrarinn að einbeita sér of mikið til þess að geta haldið uppi spjalli. Goskælar eru á stofuni og verslanir Bónus og Hagkaup eru staðsettar í húsinu svo örvæntið ekki.
  • Er vont að fá húðflúr?
    Einfalt svar... Já
  • Hvað kosta húðflúr?
    Verð á húðflúrum þarf alltaf að meta og fer eftir stærð og tíma sem tekur að flúra það. Best er að hafa samband við flúrara beint eða stofuna til að fá nákvæmar verðupplýsingar. Best er að senda skilaboð á Instagram eða Facebook til þess að fá verðhugmynd eða kíkja til okkar.
  • Ég er orðin veik/veikur og kemst ekki í tímann minn. Hvar læt ég vita?
    Í tilfellum þar sem þú kemst ekki í tímann þinn þá er best að senda á viðkomandi flúrara skilaboð og láta vita. Einnig er hægt að hringja á stofuna á opnunartíma. Afbókun telst ekki gild fyrr en staðfest hefur verið frá flúrara eða stofu.
  • Þarf ég að hafa með mér púða og teppi í tímann minn?
    Það er alveg valfrjálst. En við bjóðum uppá púða og teppi á stofunni.
  • Hvernig hugsa ég um nýja húðflúrið mitt?
    Plastfilma - Plastfilman er tekin af 3-5 klst eftir að hún er sett á. Þá er flúrið skolað með volgu vatni og sérstakri húðflúrs sápu. Venjulegar almennar sápur innihalda sölt, lyktarefni og önnur efni sem geta þurrkað húðina. Við mælum hiklaust með deep cleansing soap frá Tattoo goo. Hún fæst hjá okkur á stofunni. Notið ekki handklæði til að þurrka. Það getur skemmt húðflúrið. Gervihúð - Gervihúð er sett yfir nýtt flúr og látin vera í 1-3 daga. Með stærri flúr og þau sem eru staðsett á stöðum sem er erfitt að hlífa þá vilja flestir artistar fá að setja nýja gerfihúð á degi 3 til þess að hlífa þeim örlítið lengur. Í þannig tilfellum endilega komið til okkar á stofuna og við munum taka gömlu af og setja nýja á. Hún er svo höfð í nokkra daga. Fer eftir stærð og staðsetningu flúrs. Þegar gervihúðin er svo tekin af skal þrífa með volgu vatni og deep cleansing soap frá Tattoo goo. Hún fæst hjá okkur á stofunni. Við mælum alltaf með að fólk taki gervihúðina af í sturtu þar sem það getur verið strembið að ná henni af. Notið ekki handklæði til að þurrka. Það getur skemmt húðflúrið. Þegar því er lokið skal setja þunnt lag af kremi á og passa auðvitað að hendur séu hreinar þegar borið er á.
  • Hvað er Deposit og þarf ég að borga það?
    Já við tökum deposit fyrir tímann.Deposit er staðfestingagjald um að þú ætlir að mæta í tímann og að artistinn geti byrjað að vinna í hönnuninni.Deposit dregst svo af verðinu þegar þú mætir,Ekki er hægt að fá Deposit endurgreitt. Hægt er að færa tíman einu sinni, eftir það þarf að greiða deposit aftur ef þú vilt bóka annan tíma.
  • Hvernig bóka ég tíma í húðflúr?
    Best er að hafa samband við flúrarann sem þú vilt bóka hjá. En einnig er hægt að bóka tíma hjá þeim á síðunni hér undir “bóka tíma” og velja þar flúrarann eða fá aðstoð frá okkur við að velja rétta flúrarann fyrir þig á instagram eða facebook. @dragonfly.ink.iceland
  • Verð ég að vera orðin/n 18 ára til þess að fá mér húðflúr?
  • Má ég taka einhvern með mér í tímann minn?
    Við leyfum einstæklingum að hafa einn fylgdarmann með sér en þó engin börn. ef að allir artistarnir okkar eru að flúra í einu getum við ekki leyft fólki að hafa fylgdarmann með inni.
  • Hvernig virkar Touch-up
    Við bjóðum upp á eitt Touch-up á tattooum frá okkur ef að tattooið grær ekki nógu vel. þó getur artistinn neitað að gera Touch-up ef að ekki hefur verið hugsað um flúrið eða annar aðili hefur breytt flúrinu. Þú getur komið í touch up allt að 6 mánuðum eftir tattoo tíman þinn, eftir þann tíma tökum við ekki við Touch-uppi á okkur og myndir þú þurfa að panta þér venjulegan tíma í húðflúr.
  • Gervihúðin datt af of snemma eða það komu göt á hana. Hvað get ég gert?
    Þá er um að gera að taka hana bara af. Þegar gervihúðin er svo tekin af skal þrífa með volgu vatni og deep cleansing soap frá Tattoo goo. Hún fæst hjá okkur á stofunni. Við mælum alltaf með að fólk taki gervihúðina af í sturtu þar sem það getur verið strembið að ná henni af. Notið ekki handklæði til að þurrka. Það getur skemmt húðflúrið. Þegar því er lokið skal setja þunnt lag af kremi á og passa auðvitað að hendur séu hreinar þegar borið er á.
  • Hvernig hugsa ég um nýja líkams gatið mitt?
    Best er að hreinsa gatið 1-3 sinnum á dag eða eftir þörfum. Mikilvægt er að vera með hreinar hendur áður en hafist er handa við að þrífa gatið. Til þrífa mælum við með Tattoo Goo Medical Grade Saline Spray eða Easy piercing spray sem fást bæði hjá okkur á stofunni. Passa skal að þrífa vel lokkinn sjálfan og í kringum gatið. Sleppið öllu fikti í lokknum á meðan það grær alveg og forðist að snerta gatið nema þegar það er þrifið.
  • Hvernig hugsa ég um nýja gatið mitt á varasvæði eða í varir?
    Best er að hreinsa gatið 2-3 sinnum á dag eða eftir þörfum. Mikilvægt er að vera með hreinar hendur áður en hafist er handa við að þrífa gatið. Til þrífa mælum við með Extra Strength Antiseptic Piercing Spray eða Tattoo Goo Deep Cleansing Soap sem fást bæði hjá okkur á stofunni. Passa skal að þrífa vel lokkinn sjálfan og í kringum gatið. Sleppið öllu fikti í lokknum á meðan það grær alveg og forðist að snerta gatið nema þegar það er þrifið.
  • Hvað þarft þú að vera gömul/gamall fyrir götun?
    Ef þú ert undir 18 ára, þarft þú að vera með leyfi frá foreldra/forráðarmanni og þau að skrifa undir fyrir samþykki um að við götum þig. Eyra Eyrnasnepill - 4 ára Helix - 13 ára Conch - 13 ára Flat - 13 ára Tragus - 13 ára Forward Helix - 13 ára Rook - 13 ára Daith - 13 ára Industrial - 15 ára Snug - 15 ára Tunnel stækkun - 18 ára ​ Munnur Tunga - 15 ára Tunguhaft - 15 ára Vör - 16 ára Labret - 16 ára Vertical labret - 16 ára Medusa - 16 ára Monroe - 16 ára Ashley - 16 ára Smiley - 16 ára Snakebites - 16 ára ​ Andlit Nös - 14 ára Septum - 14 ára Augabrún - 15 ára Bridge - 16 ára ​ Líkami Nafli - 14 ára Nippla - 18 ára Dermal - 18 ára
  • Hvernig hugsa ég um nýja munn gatið mitt?
    Þegar um er að ræða gat í tungu er mjög gott að taka strax bólgueyðandi lyf t.d. Íbúfen. Skola þarf munninn 2-3 sinnum á dag með sótthreinsandi munnskoli eða Tattoo goo extra strenght spreyinu í 10-12 daga.. Þú færð það bæði í apóteki og á stofunni hjá okkur. Athugið að öll erting eins og að leika sér að lokknum eða fikta við hann getur lengt gróunartíma. Við mælum með að fólk neyti hvorki áfengis, fíkniefna né noti munntóbak í ca 10 daga eftir götun. Það er gott að venja sig á að athuga annað slagið hvort kúlan sé ekki örugglega föst á og herða hana ef þess þarf. Athugið að strembið getur verið að borða suman mat fyrstu daga.Eftir 3-4 vikur mælum við með að sé komið til okkar og skipt yfir í minni lokk eða þegar öll bólga er farin. Gatið er ekki gróið á þeim tíma og er þess vegna mikilvægt að skipta ekki um lokk sjálf/ur. Önnur munn göt fylgja sömu leiðbeiningum og í tungu en getur verið persónubundið eftir því hvaða gat er um að ræða, hvort þurfi minni lokk eftir að bólga hverfur.
  • Má ég taka einhvern með mér í götun?
    já það má taka einn með sér inn í götun en þó ekki í nipplugötun.
  • Hvenær má ég fara í bað eða sund með nýja gatið mitt?
    Ekki er ráðlagt að fara í bað, sund né gufu fyrr en 2-3 vikum eftir götun.
  • Þarf ég að bóka tíma í götun eða get ég mætt bara á stofuna?
    Tímabókanir ganga alltaf fyrir svo að það er best að bóka, eða hringja og spyrja hvort að það sé laust á næstunni. Hægt er að renna við og taka stöðuna á okkur ef að þú átt ekki bókaðan tíma.
  • Hvar eruð þið staðsett?
    Við erum í Kringlunni, uppi á 3ju hæð fyrir ofan H&M inngang. Hægt er að ganga inn hjá H&M og taka lyftuna eða stigann upp á 3ju hæðina. Einnig er hægt að ganga inn um minni hurðina til hægri við aðalinngang hjá Next/H&M og beint þar upp stigann á 3ju hæðina. Við erum staðsett þar til hægri.
  • Opnunartímar
    Dragonfly Ink studio er opið. Alla virka daga 10:00 - 18:30 Laugardaga 11:00 - 18:00 Sunnudaga 12:00 - 17:00
bottom of page