

Frequently asked questions
Við bjóðum upp á eitt Touch-up á tattooum frá okkur ef að tattooið grær ekki nógu vel. þó getur artistinn neitað að gera Touch-up ef að ekki hefur verið hugsað um flúrið eða annar aðili hefur breytt flúrinu.
Þú getur komið í touch up allt að 6 mánuðum eftir tattoo tíman þinn, eftir þann tíma tökum við ekki við Touch-uppi á okkur og myndir þú þurfa að panta þér venjulegan tíma í húðflúr.
Plastfilma - Plastfilman er tekin af 3-5 klst eftir að hún er sett á. Þá er flúrið skolað með volgu vatni og sérstakri húðflúrs sápu. Venjulegar almennar sápur innihalda sölt, lyktarefni og önnur efni sem geta þurrkað húðina. Við mælum hiklaust með deep cleansing soap frá Tattoo goo. Hún fæst hjá okkur á stofunni. Notið ekki handklæði til að þurrka. Það getur skemmt húðflúrið.
Gervihúð - Gervihúð er sett yfir nýtt flúr og látin vera í 1-3 daga. Með stærri flúr og þau sem eru staðsett á stöðum sem er erfitt að hlífa þá vilja flestir artistar fá að setja nýja gerfihúð á degi 3 til þess að hlífa þeim örlítið lengur. Í þannig tilfellum endilega komið til okkar á stofuna og við munum taka gömlu af og setja nýja á. Hún er svo höfð í nokkra daga. Fer eftir stærð og staðsetningu flúrs. Þegar gervihúðin er svo tekin af skal þrífa með volgu vatni og deep cleansing soap frá Tattoo goo. Hún fæst hjá okkur á stofunni. Við mælum alltaf með að fólk taki gervihúðina af í sturtu þar sem það getur verið strembið að ná henni af. Notið ekki handklæði til að þurrka. Það getur skemmt húðflúrið. Þegar því er lokið skal setja þunnt lag af kremi á og passa auðvitað að hendur séu hreinar þegar borið er á.
Þá er um að gera að taka hana bara af. Þegar gervihúðin er svo tekin af skal þrífa með volgu vatni og deep cleansing soap frá Tattoo goo. Hún fæst hjá okkur á stofunni. Við mælum alltaf með að fólk taki gervihúðina af í sturtu þar sem það getur verið strembið að ná henni af. Notið ekki handklæði til að þurrka. Það getur skemmt húðflúrið. Þegar því er lokið skal setja þunnt lag af kremi á og passa auðvitað að hendur séu hreinar þegar borið er á.
Já þetta er fullkomlega eðlilegt. Þó það kannski líti út fyrir að blekið hafi lekið úr húðinni þá er svo ekki. Þetta er fullkomlega eðlilegur partur af ferlinu. Einnig getur verið smá roði enn í flúrinu og í kring sem er alveg eðlilegt. Engar áhyggjur!
Þetta getur varað alveg upp í viku og fer eftir stærð og gerð flúrsins. Lítil flúr t.d. Lítið tákn eða texti mynda mun minni vökva og roða heldur en stór flúr. Stór flúr, viðkvæm svæði og flúr með miklum litum í gefa frá sér meiri vökva og eru lengur að gróa. Ef þetta stig á ferlinu varir lengur en í viku þá skal hafa í huga að hafa samband við okkur eða lækni og láta athuga möguleikann á sýkingu.
Þegar sár gróa þá myndast hrúður. Og húðflúr er opið sár fyrst svo þegar það fer að gróa þá myndast á því hrúður. Að klóra í hrúðrið getur valdið þvi að húðflúrið skemmist og jafnvel valdið sýkingu. Kremin hjálpa til við að slá á kláðann og einnig er hægt að leggja kaldan bakstur eða kælipoka yfir svæðið til að róa það.
Já við tökum deposit fyrir tímann.Deposit er staðfestingagjald um að þú ætlir að mæta í tímann og að artistinn geti byrjað að vinna í hönnuninni.Deposit dregst svo af verðinu þegar þú mætir,Ekki er hægt að fá Deposit endurgreitt.
Hægt er að færa tíman einu sinni, eftir það þarf að greiða deposit aftur ef þú vilt bóka annan tíma.