top of page

Skilmálar & Persónuvernd – Dragonfly Ink

1. Um Dragonfly Ink og gildissvið skilmála

Þessir skilmálar gilda um alla þjónustu og starfsemi Dragonfly Ink, þar með talið bókanir, húðflúr, götun, samskipti og notkun vefsíðu. Með því að eiga í samskiptum eða viðskiptum við okkur samþykkir þú vinnslu persónuupplýsinga og þau skilyrði sem hér eru sett fram.

2. Bókanir og greiðslur

2.1 Bókun á tíma

Tíma er hægt að bóka í gegnum vefsíðu, samfélagsmiðla, síma eða með beinu sambandi við flúrara eða gatara. Upplýsingarnar sem þú veitir eins og hugmynd, staðsetning, stærð eða stíll, eru notaðar til að meta umfang verks og setja upp viðeigandi tíma.

2.2 Innborgun / Deposit

Til að staðfesta tíma þarf að greiða innborgun.

Innborgunin dregst frá lokaverði verksins.

Innborgun er alltaf óendurgreiðanleg, óháð ástæðum.

Ef fresta þarf tíma er það mögulegt einu sinni, eftir það þarf að bóka nýjan tíma og greiða nýja innborgun.

2.3 Afbókanir og breytingar

Afbókun er aðeins gild þegar hún hefur verið staðfest af starfsmanni Dragonfly Ink.

Viðskiptavinur ber ábyrgð á að tilkynna veikindi eða óvænt forföll innan opnunartíma stúdíósins.

Seinar eða óstaðfestar afbókanir geta valdið því að innborgun fellur niður.

3. Undirbúningur fyrir húðflúr eða götun

Við mælum með því að viðskiptavinir:

Sofi vel kvöldið áður

Forðist áfengi 1–2 daga fyrir tíma

Forðist sólbað eða ljósabekk í viku fyrir tíma

Borði vel fyrir komu

Minnki koffínneyslu daginn sem tíminn er

Fylgdarmaður er leyfður ef aðstæður leyfa, en börn eru ekki heimil í stúdíóinu. Ef mikil umferð er í rýminu áskiljum við okkur rétt til að biðja fylgdarmenn um að bíða frammi.

4. Eftirmeðferð og ábyrgð viðskiptavinar


4.1 Eftirmeðferð húðflúrs

Hylja skal nýtt húðflúr með second skin eða filmu fyrstu klukkustundirnar.

Þvo skal svæðið með volgu vatni og mildri tattoo-sápu.

Ekki nota handklæði til að þurrka heldur dúmpa létt á tattooið með hreinar hendur.

Smávægilegur roði og vökvi fyrstu dagana er eðlilegur.

Ekki klóra eða rífa í hrúður.

Forðast skal sund, heita potta og gufu þar til svæðið hefur gróið.

Notið sólarvörn með háum styrkleika eftir fyrstu vikurnar.

4.2 Touch-up / Viðgerðir

Dragonfly Ink býður eitt frítt touch-up ef flúrið grær ójafnt eða tapar litstyrk innan eðlilegs gróningartíma.

Touch-up þarf að bóka innan sex mánaða frá upprunalega tímanum.

Eftir sex mánuði telst verkið búið að fullu.

5. Götun – ábyrgð, endurbætur og endurgreiðslur
5.1 Gæði og framkvæmd

Allar gatanir eru unnar af faglærðum göturum samkvæmt viðurkenndum hreinlætis- og öryggisstöðlum.

5.2 Endurbætur og úrbætur

Ef upp koma vandamál eftir götun er málið metið í samráði við þann gatara sem framkvæmdi verkið.
Komist að því að þörf sé á úrbótum, bjóðum viðskiptavinum að koma í endurgerð eða lagfæringu án aukakostnaðar, annaðhvort strax ef það er öruggt, eða eftir að svæðið hefur gróið nægilega vel.

5.3 Lagfæringar

Ef viðskiptavinur er ósáttur með staðsetningu eða útlit götunar skal hann leita til Dragonfly Ink og leggja málið fyrir þann gatara sem framkvæmdi verkið. Við þurfum að geta skoðað götunina í núverandi ástandi og metið aðstæður á faglegan hátt áður en ákvörðun um úrbætur er tekin.

Dragonfly Ink getur ekki borið ábyrgð á vandamálum sem koma upp ef viðskiptavinur leitar annað en til okkar, fjarlægir skart, breytir lokkum eða
grípur inn í aðra þrifarútínu en ráðlagt var frá gataranum. Slíkt getur haft áhrif á bæði gróanda og mögulegar úrbætur.

Þar sem allar gatanir eru handunnar getur í einstaka tilfellum þurft leiðréttingar á staðsetningu, sem eru metnar og framkvæmdar af gataranum eftir þörfum.

5.4 Endurgreiðslur fyrir þjónustu

Dragonfly Ink endurgreiðir ekki fyrir þjónustu sem hefur þegar verið framkvæmd, þar sem hún telst fullunnin þegar viðskiptavinur labbar út af stofunni. Þetta á bæði við um húðflúr og götun.

Ef vandamál koma upp er það alltaf skoðað með yfirmanni stofunnar og unnið að úrbótum sem eigavið hér að ofan.

6. Sala á vörum og skartgripum

Skilmálar Dragonfly skart

Skilmálar Iced Out

7. Persónuvernd og meðferð upplýsinga
7.1 Söfnun gagna

Dragonfly Ink safnar aðeins þeim upplýsingum sem nauðsynlegar eru fyrir þjónustu, samskipti eða lagaskyldur, svo sem:

Nafni, netfangi, símanúmeri

Upplýsingum um bókun og viðskipti

Samskiptasögu

Greiðsluupplýsingum (í gegnum örugga greiðslugátt)

Myndupplýsingum ef nauðsyn er í notkun við hönnun húðflúrs.

7.2 Tilgangur vinnslu gagna

Gögn eru unnin til að:

Staðfesta og sinna bókunum

Veita þjónustu og ráðgjöf

Uppfylla bókhalds- og lagaskyldur

Tryggja öryggi innan stúdíós

Senda tilkynningar eða markpóst 

7.3 Geymsla og öryggi

Gögn eru varðveitt á öruggan hátt og aldrei afhent til þriðja aðila nema það sé nauðsynlegt vegna þjónustu, t.d.:

Bókhalds

Sendinga

Greiðslumiðlunar

Aðgangur að gögnum er takmarkaður og geymslutími er í samræmi við lög og eðli þjónustunnar.

7.4 Réttindi viðskiptavina

Viðskiptavinir eiga rétt á að:

Fá upplýsingar um hvaða gögn eru skráð

Biðja um leiðréttingu gagna

8. Öryggi, heilsufar og ábyrgð

Viðskiptavinur ber ábyrgð á að veita réttar heilsufarsupplýsingar sem geta haft áhrif á öryggi framkvæmdarinnar.

Dragonfly Ink áskilur sér rétt til að synja þjónustu ef mat er lagt á að heilsufarsáhætta sé til staðar.

Við fylgjum öllum reglum um sótthreinsun, hreinlæti og faglega framkvæmd húðflúrs og götunar.

9. Breytingar á skilmálum

Dragonfly Ink áskilur sér rétt til að uppfæra þessa skilmála hvenær sem þörf krefur. Ný útgáfa tekur gildi við birtingu á vefsíðu.

bottom of page