top of page

LEIÐBEININGAR UM EFTIRMEÐFERÐ ANDLITS/LÍKAMS GATA

LÍKAMI, EYRU OG NEF:

Best er að hreinsa gatið 1-2 sinnum á dag í 4-6 vikur og fækka svo skiptunum í einusinni á dag. Mikilvægt er að vera með hreinar hendur áður en hafist er handa við að þrífa gatið. Til að þrífa mælum við með Saline solution frá Tattoo Goo eða Easy piercing sem fást bæði hjá okkur á stofunni. Passa skal að þrífa vel lokkinn sjálfan og í kringum gatið. Sleppið öllu fikti í lokknum á meðan það grær alveg og forðist að snerta gatið nema þegar það er þrifið, Ekki er mælt með að taka byrjunarlokkinn úr eða skipta honum út fyrstu 3 mánuðina. 

TUNGA: 

Þegar um er að ræða gat í tungu er mjög gott að taka strax eftir götun bólgueyðandi lyf t.d. Íbúfen. Skola þarf munninn 2-3 sinnum á dag með sótthreinsandi munnskoli í 10-12 daga. Þú færð það bæði í apóteki og á stofunni hjá okkur. Athugið að öll erting eins og að leika sér að lokknum eða fikta við hann getur lengt gróunartíma. Við mælum með að fólk neyti hvorki áfengis, fíkniefna né noti munntóbak í ca 10 daga eftir götun. Það er gott að venja sig á að athuga annað slagið hvort kúlan sé ekki örugglega föst á og herða hana ef þess þarf. Athugið að strembið getur verið að borða suman mat fyrstu daga. 
Ekki er mælt með að taka byrjunarlokkinn úr eða skipta honum út fyristu 3-6 mánuðina nema að þér finnist lokkurinn of langur efitr að bólga er farin og þá getur þú komið til okkar aftur og við aðstoðum þig við að setja minni byrjunar lokk. 

VARIR/VARASVÆÐI:

Best er að hreinsa gatið 2-3 sinnum á dag eða eftir þörfum. Mikilvægt er að vera með hreinar hendur áður en hafist er handa við að þrífa gatið. Til að þrífa mælum við með Saline solution frá Tattoo Goo eða Easy piercing sem fást bæði hjá okkur á stofunni. Passa skal að þrífa vel lokkinn sjálfan og í kringum gatið. Sleppið öllu fikti í lokknum á meðan það grær alveg og forðist að snerta gatið nema þegar það er þrifið, Ekki er mælt með að taka byrjunarlokkinn úr eða skipta honum út fyrstu 3-6 mánuðina. 


ÓNEI!  …..   PIERCING BUMP:

Piercing bump er bólga í formi kúlu sem getur myndast í kringum lokkinn. Hún getur myndast í byrjun á gróunarferli en getur einnig myndast hvenær sem er þó gat sé margra mánaða/ára gamalt. Það þarf ekkert að hræðast þessar bólgur því þær ganga til baka. Saltvatnið dugar ekki alveg til í þessum tilfellum heldur þarf að nota bakteríudrepandi efni á þetta svo sem extra strength piercing sprey sem við eigum til á stofunni eða bakteríudrepandi sápuna okkar. Einnig er mælum við með BPA vitamin dropum sem að hjálpa húðini að losa sig við ertinguna. Það getur tekið 2-3 vikur fyrir kúluna að ganga til baka og fer eftir stærð hennar og hversu lengi hún hefur verið ómeðhöndluð. Þolinmæði þrautir vinnur allar.  

Við minnum á að ekki er ráðlagt að fara í bað, sund né gufu fyrr en 2 vikum eftir götun. 
TIL HAMINGJU MEÐ NÝJA GATIÐ ÞITT! 
Vertu hjartanlega velkomin/n aftur

Pósturinn Páll Tattoo

Hafðu samband

instagram:

  • Instagram

Viltu koma í götun? þú finnur mig á 

Dragonfly Ink ehf.   Kringlunni 4-6  3 Hæð H&M og Hagkaups megin
103 Reykjavík S: 776-7997      Kt. 550321-2890

bottom of page