top of page
%25E2%2580%2594Pngtree%25E2%2580%2594dar

Dragonfly Ink

Tattoos have a power and magic of their own. They decorate the body but they also enhance the soul. - Michelle Delio

Dragonfly Ink varð til þegar tvö systkin ákváðu að elta draumana sína! Með mikilli vinnu og litlum svefni fór hugmyndin að þessari einstöku stofu að verða til. 

 

En hvaðan kemur nafnið?
Drekaflugan er máttug táknmynd fyrir breytingar og tækifæri. Drekaflugan kennir okkur að elska lífið og hafa trú þrátt fyrir erfiðleika. 

Drekaflugan ber með sér visku og aðlögunarhæfni. Hún minnir okkur á að gefa af okkur ljós og gleði í lífinu. Hún segir okkur að dvelja ekki við í skuggunum. 

Drekaflugan hvetur okkur til þess að taka tilfinningum okkar fagnandi og sýna okkar björtustu liti frá hjartanu. Hefur þú séð drekaflugu fljúga í sólarljósinu? Það er stórkostleg sjón.

Okkar ástríða er að gefa hugmyndum og sýnum viðskiptavina okkar  líf í gegnum listina að húðflúra. Artistarnir okkar bjóða upp á fjölbreytta stíla sem gera hverjum og einum kleift að velja fullkomna Artistann sem hentar þeirra einstaka listaverki. Hjá okkur á Dragonfly Ink færðu persónulega og faglega þjónustu. Við leggjum okkur fram við að mæta öllum þörfum viðskiptavina okkar með bros á vör, lokka í tungum og húðflúr á skinni.

thumbnail_IMG_9867.jpg
bottom of page