


Gianlusso
Gianluca lorusso
Gianlusso er fæddur og uppalinn á Ítalíu. Komandi úr fjölskyldu listamanna, hafði hann listina í blóðinu og lá leið hans í listaskóla. Heimur húðflúrs fór snemma að heilla hann í gegnum listnámið og að náminu loknu byrjaði hann sem lærlingur. Þar fann hann ástríðu sína á american traditional stílnum og tók að vinna sem atvinnu húðflúrari 2017. Hann hefur unnið í nokkrum tattoo stúdíóum á suður Ítalíu og verið gesta flúrari í fjölda mörgum löndum í Evrópu.
Gianlusso tekur öllum hugmyndum fagnandi og finnst fátt skemmtilegra en að útfæra hugmyndir með viðskiptavinum til að finna drauma húðflúrið fyrir þá. Hans sérhæfing liggur í old school traditional og fineline stílnum. Hann er einnig fiðrilda snillingurinn okkar.
Til að panta tíma hjá Gianlusso er best að nota bókunarkerfið hér á síðunni eða senda okkur eða honum skilaboð á Instagram eða Facebook.






















